Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Nýtt ár er nú gengið í garð og að því tilefni fékk Vikudagur nokkra valinkunna einstaklinga á Akureyri til að segja frá því eftirminnilegasta á liðnu ári og vonir þeirra og væntingar fyrir árið 2017.

-Aðgengi að heilsugæslustöðinni á Akureyri er lélegt, meiri umferð er um miðbæinn vegna ferðamanna og uppi eru hugmyndir um byggingu gistiaðstöðu í húsinu sem þrengir hugsanlega að starfseminni. Allt þetta veldur því að nauðsynlegt er að fara yfir hvort þessi staðsetning heilsugæslustöðvarinnar gangi til lengdar.

-Heimir Örn Árnason, nýráðinn framkvæmdastjóri GA, er í nærmynd.

-Gera á skoðanakönnun meðal íbúa Akureyrar um leiðir til hálkuvarna og halda á íbúafund í kölfarið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, bókaði tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða í bæjarráði.

-Sportið er á sínum stað og þar er m.a. ítarlegt viðtal við liðsmann Þórs í Dominos-deildinni og farið yfir stöðu Akureyrarliðsins í Olís-deild karla í handknattleik.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast