Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Brynhildur Pétursdóttir hefur sagt skilið við þingmennsku eftir eitt kjörtímabil sem þingkona Bjartrar framtíðar. Hún var ekki tilbúinn að flytjast búferlum suður og er sátt við sína ákvörðun. Brynhildur er sest aftur á skólabekk og stundar framhaldsnám í fjölmiðla-og boðskiptafræðum. Vikudagur heimsótti Brynhildi og spjallaði við hana um lífið og veginn.
-Sextíu ára gömul tré sem stóðu meðfram Þingvallarstræti á Akureyri hafa verið felld vegna framkvæmda við endurbætur á Sundlaug Akureyrar sem nú standa yfir. Pétur Halldórsson hjá Skógræktinni segir málið alvarlegt.
-Þórunn Anna Elíasdóttir móðir á Akureyri hefur hrint af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjaryfirvöld á Akureyri að fjölga leikskólaplássum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 200 undirskriftir safnast.
-Hjálpræðisherinn á Akureyri, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði Krossinn við Eyjafjörð undirrituðu samstarfssamning um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu í síðustu viku.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is