Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Magnús Stefánsson barnalæknir á Akureyri er mörgum bæjarbúum kunnur eftir áratugi í starfi. Hann stendur senn á tímamótum en Magnús fagnar 80 ára afmæli sínu í byrjun næsta mánaðar. Í tilefni þess sendir hann frá sér bók á næstu dögum sem hann hefur verið með í undirbúningi í mörg ár. Vikudagur kíkti í heimsókn til Magnúsar og spjallaði við hann um tímamótin, bókina, læknastörfin og lífið.
-Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillögur stjórnsýslunefndar bæjarráðs um umbætur á stjórnsýslu bæjarins. Markmið umbótanna er að laga stjórnsýslu bæjarins að breyttum tímum og ná fram aukinni skilvirkni til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Vikudagur ræddi við Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra á Akureyri um breytingarnar.
- Vilborg Jóhannsdóttir og Inga Vestmann eru konurnar á bak við Dömulega dekurdaga sem hefjast á Akureyri á morgun, föstudaginn 7. október og standa fram á sunnudag. Þær stöllur hafa séð um að skreyta bæinn með bleikum slaufum.
-Oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar segir Sigurð Inga Jóhannsson rétta manninn til að leiða flokkinn. Fyrrum oddviti Framsóknarflokksins útilokar ekki að ganga aftur í flokkinn eftir formannsskiptin.
-Sportið er á sínum stað þar sem m.a. er rætt við Benedikt Guðmundsson þjálfara karlaliðs Þórs í körfubolta sem leikur í úrvalsdeildinni í vetur eftir nokkurra ára hlé.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is