20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 11. apríl og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:
-Í nýrri samgönguáætlun sem kynnt var í síðustu viku kemur fram að ekkert fjármagn er áætlað til uppbyggingar á Akureyrarflugvelli árin 2020-2024. Þá kemur einnig fram að Egilsstaðarflugvöllur sé í forgangi hjá stjórnvöldum í Flugstefnu Íslands. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar segja þetta veruleg vonbrigði.
-Bókaforlagið Veröld hefur gefið út bókina “Tími til að tengja” eftir Bjarna Hafþór Helgason. Bókin inniheldur 20 smásögur af ýmsum toga sem einkennast af húmor höfundarins í ýmsum myndum. Hann segir sögurnar vera skáldsögur þótt vissulega sé í einhverjum þeirra byggt á raunverulegum atburðum. Bókin hefur vakið athygli og komst á vinsældarlista Eymundssons. Vikudagur fékk Bjarna Hafþór í nærmynd en byrjaði á að spyrja hann út í bókina.
- Skýrsla RHA um menntunarþörf á meðal fyrirtækja og stofnana á starfssvæði Eyþings var kynnt á málþingi í Háskólanum á Akureyri nýverið. Helstu niðurstöður könnunarinnar er að töluverður skortur er á starfsmenntuðu fólki á svæðinu, sem er Eyjafjörður og Þingeyjarsýsla. Rætt er við Eyjólf Guðmundsson rektor HA um skýrsluna.
-Rannveig Elíasdóttir, hjúkrunarfræðingur í heilsuvernd grunnskólabarna, skrifar um hreyfingu í pistli vikunnar.
-Starkaður Björnsson, 11 ára nemandi í Brekkuskóla, skrifar áhugaverða grein um loftlagsmál.
-Hrefna Sif Jörgensdóttir sem sér um matarhornið að þessu sinni.
-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Strandgata 49; Gránufélagshúsin
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.