Ungir afreksmenn í skák

Þessir ungu menn stóðu sig best á meistaramóti Brekkuskóla á Skákdaginn. Frá vinstri talið er Garðar…
Þessir ungu menn stóðu sig best á meistaramóti Brekkuskóla á Skákdaginn. Frá vinstri talið er Garðar Gísli Þórisson sem varð í 2. sæti, Gabríel Freyr Björnsson sigurvegari mótsins og Benjamín Þorri Bergsson í 3. sæti. Mynd/Dalrós Halldórsdóttir.

Til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák, hefur afmælisdagur hans, 26. janúar, verið haldinn hátíðlegur víða um land sem „Skákdagurinn“ og skákgyðjan þá blótuð á ýmsan hátt.  Akureyringar notuðu tækifærið til að halda mót í fjórum grunnskólum bæjarins.  Margir áhugasamir skákiðkendur létu þar til sín taka. Alls voru þátttakendur 81.

Skákmeistari Brekkuskóla varð Gabríel Freyr Björnsson, skákmeistari Lundarskóla varð Ívar Þorleifur Barkarson, skákmeistari Naustaskóla varð  Ingólfur Árni Benediktsson og skákmeistari Síðuskóla varð Daði Örn Gunnarsson. Að kvöldi Skákdagsins efndi Skákfélag Akureyrar svo til móts í Skákheimilinu. Þar bar Tómas Veigar Sigurðarson sigur úr býtum, hlaut 11 vinninga af 12 mögulegum. 

Nýjast