20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Tveir kílómetrar af bleikum slaufum
Vilborg Jóhannsdóttir (niðri á mynd) og Inga Vestmann hafa umsjón með Dömulegum dekurdögum og hafa skreytt bæinn með fallegum bleikum slaufum. Mynd/Pedromyndir.
Dömulegir dekurdagar hefjast á Akureyri í dag og standa fram á sunnudag. Þar njóta vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt er að velja úr fjölda viðburða, verslanir og fyrirtæki bjóða mörg hver upp á ýmiss konar dömulegan afslátt af þessu tilefni.
Vilborg Jóhannsdóttir, eða Vilborg í Centro er upphafskona dekurdagana. Ásamt Ingu Vestmann í Pedromyndum ber hún hitann og þungan af Dömulegum dekurdögum en þær stöllur hafa séð um að skreyta bæinn með bleikum slaufum. Alls verða slaufurnar hátt í 400 talsins. Rætt er við Vilborgu um Dömulega dekurdaga í prentúgáfu Vikudags sem kom út í gær.