„Þetta er óþolandi ástand"
„Í raun er skólinn að tryggja nýliðun starfsmanna í allmörgum starfsgreinum á svæðinu. Við leggjum til nýtt vinnuafl og atvinnulífið á svæðinu er háð því að starfið hér í skólanum gangi vel fyrir sig," segir Hermann. Mynd/Þröstur Ernir
Hermann Jón Tómasson er formaður kennarafélags Verkmenntaskólans á Akureyri og segir kennara uggandi vegna stöðu skólans. Hann segir VMA gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, atvinnulífið treysti á að skólinn sinni sínu hlutverki og því sé ástandið óþæginlegt fyrir alla sem koma að skólanum. Hermann er fyrrum bæjarstjóri á Akureyri og formaður bæjarráðs en segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að hafa kvatt pólitíkina á sínum tíma.
Vikudagur spjallaði við Hermann um stöðuna í VMA og bæjarmálin en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.