Opna podcast stúdíó á Akureyri
Sérstakt stúdíó fyrir hlaðvarpsþætti (e.podcast) mun opna Akureyri í desember en það er Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðburðurstofu Norðurlands og Halldór Kristinn Harðarson, einnig þekktur sem KÁ/AKÁ, sem standað að stúdíóinu.
Davíð Rúnar segir í samtali við Vikublaðið að þetta sé fyrsta stúdíóið fyrir gerð hlaðvarpsþátta utan höfuðborgarsvæðisins. Búið sé að kaupa allar helstu græjurnar sem þarf fyrir slíka þætti og aðstaðan verður leigð út.
„Það er fullt af fólki hérna á svæðinu sem er að búa til allskonar hlaðvarpsþætti heima hjá sér en geta nú fengið toppaðstöðu til dagskrágerðarinnar. Einnig verður hægt að láta „mixa“ þættina eins og gert er erlendis og þá getur fólk fengið þættina sína fullkláraða einum til tveimur tímum eftir upptöku,“ segir Davíð. Húsnæðið verður í Glerárgötu og segist Davíð finna fyrir miklum áhuga.
Davíð Rúnar Gunnarsson
„Það eru þegar komnir samningar um allavega sex hlaðvarpsþætti sem eru allir hér á Akureyri. Svo er stefnan að setja heimasíðu í loftið þar sem fólk getur fundið norðlenska podcast þætti á einum sama staðnum,“ segir Davíð.