Leikafélag Akureyrar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina
Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Samkomuhúsin í kvöld, föstudagskvöldið 11. október. Sýnt verður í október og nóvember.
Litla hryllingsbúðin, öfugt við mörg önnur leikhúsverk var fyrst framleidd sem bíómynd árið 1960, það var síðan árið 1982 sem það var gerður söngleikur upp úr myndinni og síðan gerð önnur mynd árið 1986 sem byggð var á söngleiknum. Síðan þá hefur LItla hryllingsbúðin verið sett á svið í öllum heimshornum ár eftir ár.
Plantan slær í gegn
Sagan fjallar um Baldur, starfsmann blómabúðar sem krefst ekki mikils af lífinu, af rælni rekst hann á plöntu sem honum þykir áhugaverð, hann tekur hana með sér í blómabúðina og nefnir hafa eftir samstarfskonu konu sinni, Auður 2. Plantan slær í gegn í hverfinu sem og á landsvísu og gerir okkar mann, Baldur að stjörnu yfir nóttu.
Gallinn er hinsvegar sá að plantan nærist á blóði og það er ekki auðvelt að næla sér í blóð fyrir hungraða plöntu í hverfinu.
Lífleg tónlist
Króli leikur Baldur, hin hæfileikaríka Birta Sólveig leikur Auði og það er svo Ólafía Hrönn sem fer með hlutverk tannlæknisins alræmda sem margir hverjir muna eftir í túlkun Ladda og Stefáns Karls. Húsvíkingurinn Arnþór Þórsteinsson fer með hlutverk blómabúðareigandans Markúsar og þær Jónína Björt, Katrín Mist, Þórey Birgisdóttir og Urður Bergsdóttir leika meðlimi kvartettsins. Túlkun plöntunnar er í höndum Jennýjar Láru og Bergs Þórs Ingólfssonar leikhússtjóra, sem einnig leikstýrir verkinu.
Tónlistin er lífleg og skemmtileg og hafa mörg lög verið í spilun útvarpsstöðva frá árinu 1982.