Heitu pottarnir og víkingaskipið slá í gegn

„Það hafa í áranna rás orðið gríðarlega breytingar á samfélögunum hér út með firði. Í eina tíðum áttum við allt undir sjávarútvegi, veiðum og vinnslu en sú starfsemi er ekki svipur hjá sjón miðað við sem var hér á árum áður. Ferðaþjónustuna hefur fyllt upp í það skarð sem sjávarútvegurinn skilur eftir sig,“ segir Elvar Reykjalín framkvæmdastjóri Ektafisks á Hauganesi og eigandi Baccalá bar.
Elvar rekur að auki tjaldsvæðið í þorpinu og heita potta í Sandvíkurfjöru. Ferðaþjónustu hluti starfsemi hans hefur notið mikilla og vaxandi vinsælda með árunum.
Elvar er í ítarlegu viðtali í nýjustu tölublaði Vikudags, en hægt er að gerast áskrifandi á einfaldan hátt með því að smella hér.