Göngugatan á Akureyri - Metum hvað hægt er að gera á árinu

Frumáætlun gerir ráð fyrir að viðgerðir kosti um 250 milljónir króna
Frumáætlun gerir ráð fyrir að viðgerðir kosti um 250 milljónir króna

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar segir ástand göngugötunnar í miðbæ Akureyrar hafi verið kynnt fyrir ráðinu, en alls herjar endurbætur á götunni séu ekki inn á framkvæmdaáætlun. Ástand götunnar eru bágborið.

„Núna í framhaldinu þurfum við að meta hvað þarf að gera fyrir göngugötuna á þessu ári og umfangsmeta frekari viðgerðir og safna saman upplýsingum fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð,“ segir Brynja Hlíf. Ekki hafi verið ákveðið með hvað gert verður, „en við erum að vinna málið áfram,“ segir hún.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir

Minnisblað um um viðhald og endurbætur á göngugötu Akureyrar var lagt fram í umhverfis- og mannvirkjaráði nýverið. Þar kom fram að í frumáætlun sé gert ráð fyrir að viðgerðir kosti um 250 milljónir króna. Snjóbræðslukerfið götunnar er farið að skemmast, hellur hafa þynnst og losnað upp bæði vegna mikillar umferðar og aldurs og þá þarf að endurnýja lýsingu.

 

Nýjast