Fyrsta húið risið í Móahverfi

Fyrsta húsið í nýju Móahverfi er risið en það stendur við Lautarmóa 1   Mynd frá BE húsbyggingum
Fyrsta húsið í nýju Móahverfi er risið en það stendur við Lautarmóa 1 Mynd frá BE húsbyggingum

Fyrsta húsið er risið í nýju Móahverfi á Akureyri. Það er fjölbýli og stendur við Laugarmóa 1. Alls verða í húsum við Lautarmóta 1 – 3 og 5 50 íbúðir með sameiginlegum bílakjallara. Áætluð afhending íbúðanna er 2026.

 Móahverfi er staðsett fyrir ofan við Síðuhverfi á Akureyri. Þar verða um 1.100 íbúðir sem hýsa munu um 2.400 manns. Deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar 10. maí 2022.

Um er að ræða nýtt íbúðahverfi sem nær yfir um 45 hektara lands þar sem er skipulögð byggð með bæði fjölbýli og sérbýli.

Nýjast