Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri Fjórðungur hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðunni

Frá afhendingu þakklætisvotta. Frá vinstir: Eiður Stefánsson, Jón Grétar Rögnvaldsson, Margrét Brynj…
Frá afhendingu þakklætisvotta. Frá vinstir: Eiður Stefánsson, Jón Grétar Rögnvaldsson, Margrét Brynjólfsdóttir og Hulda Björnsdóttir Mynd FVSA

Um fjórðungur félaga í Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni, eða 25,1% svarenda í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir félagið. Sagt var frá niðurstöðum könnunar innar á aðalfundi félagsins nýverið en greint er frá fundinum á vefsíðu þess.

Í könnuninni var viðhorf til félagsins mælt og þróun þar á, einnig voru kjör og húsnæðis að stæður félagsfólks kannaðar ásamt áhuga á endurmenntun, auglýsingaeftirtekt og áhrif á breytingum leikskólagjalda. Úrtak könnunar innar var 1.545 manns, en alls svöruðu 677 félagsmenn könnun inni, þátttökuhlutfall var því 43,8%.

Enn er langt í land með að ná markmiðum sem stefnt var að

Í máli Eiðs kom fram að stjórn FVSA hafi tekist á við ærin verkefni á starfsárinu, en þar bar hæst undirritun kjarasamninga í mars. „Eins og fram kom í skoðanakönnun félagsins hefur fjórðungur félagsfólks miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni, eða 25,1% svarenda. Þá hafa 9,4% átt í erfiðleikum með að standa skil á afborgunum og er það áhyggjuefni.

,,Nú ári eftir undirritun samninga er fyrst merkjanleg lækkun á verðbólgu og enn langt í land með að ná þeim markmiðum sem vonir stóðu til um“ upplýsti Eiður og benti á að alls hafi viðskiptabankarnir þrír hagnast um alls 83,5 milljarða króna á síðasta ári á meðan heimilin í landinu hafi borið vaxtabyrgði bankana.

Fram kom að yfir 87% félags fólks var ánægt með þjónustu félagsins og sambærilegt hlutfall þótti auðvelt að leita upplýsinga eða stuðnings hjá félaginu.

Margir leita til félagsins

„Fjölmargt félagsfólk leitaði til okkar á árinu. Á þriðja hundrað fyrirspurnir bárust kjaramálasviði, þar af komu yfir sjötíu félagsmenn á skrifstofu félagsins og fengu aðstoð vegna kjaramála og yfir tvöhundruð tölvupóstar og símtöl bárust frá félagsmönnum og at vinnu rekendum varðandi kjara mál,“ sagði Eiður. Þá kom fram að greiddir voru út 1.653 styrkir til 870 félaga úr Sjúkrasjóði og 387 félagsmenn fengu styrk úr Starfsmenntasjóði. Einnig að leigu á orlofshúsum fjölgar milli ára og góð nýting er á orlofskostum félagsins.

Nýjast