100 ára ráðherraafmæli

Sigurður Jónsson,1852-1926
Sigurður Jónsson,1852-1926

Sigurður Jónsson í Yztafelli í Köldukinn varð fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins. Hann tók við embætti atvinnumálaráðherra og samgönguráðherra í ráðuneyti Jóns Magnússonar 4.janúar 1917 og sat til 25.febrúar 1920.

Í tilefni af þessum tímamótum flytur Benedikt Sigurðarson fyrirlestur um Sigurð í Yztafelli og bakgrunn hans í félagshreyfingum Þingeyinga á tímabilinu frá 1850. Fyrirlesturinn fer fram í Háskólanum á Akureyri í stofu M102 miðvikudaginn 18. janúar klukkan 12. Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Samband Íslenskra Samvinnufélaga var stofnað á heimili Sigurðar í Yztafelli 20. febrúar 1902. Sigurður var einn aðalhvatamaður þess að stofna til samstarfs kaupfélaga - ekki síst í þeim tilgangi að stækka viðskiptasvæði kaupfélaga og skapa möguleika á auknum ávinningi í innkaupum og öðru samstarfi

Erindið kallar Benedikt; Sigurður í Yztafelli; fyrsti almúgamaður í ráðherrastóli.

Nýjast