Viðskiptavinir með bros á vör

Halldór Jóhannsson á Þórshöfn er einn að dyggustu kúnnum grænmetisbílsins. Hér er hann með þeim Marg…
Halldór Jóhannsson á Þórshöfn er einn að dyggustu kúnnum grænmetisbílsins. Hér er hann með þeim Margréti og Söru, ánægður með kaup dagsins.

„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir sem óku um götur Akureyrar um liðna helgi á Grænmetisbílnum. Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til. Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast