Síðustu ár reyndu á þolgæði og útsjónar- semi en bjartari tíð vonandi framundan
mth@vikubladid.is
„Undanfarin tvö ár hafa verið ferðaþjónustunni gríðarlega erfið og það hefur mikið reynt á þolgæði og útsjónarsemi rekstraraðila. Óvissan verið algjör og um tíma þurrkuðust markaði úr. En það má segja að Norðurland hafi komið einna best út úr þessum heimsfaraldri hefur gert okkur lífið leitt þessi ár. Það er mikil uppbygging fram undan og óvissa enn fyrir hendi, margar brekkur sem eftir er að klífa, en mér finnst staðan vera nokkuð góð t.d. varðandi sumarið og eins mun margt breytast til betri vegar gangi áform nýs flugfélags, Niceair á Akureyri eftir,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Hún fagnar því að öllum takmörkunum sem fylgdu heimsfaraldi kórónuveirunnar hefur nú verið aflétt.
Arnheiður segir að ferðaþjónustan á Norðurlandi hafi komið betur út en í öðrum landshlutum, tekist hafi að aðlaga reksturinn breyttum forsendum og ná inn sterkum innanlandsmarkaði, „sem segja má að hafi haldið fyrirtækjunum gangandi í gegnum þessi ár,“ segir hún. Þar af leiðandi eru flest fyrirtæki á norðanverðu landinu enn til staðar þó sum séu í breyttu formi frá því sem áður var. „Innlendi markaðurinn hefur verið mjög sterkur fyrir norðan undanfarin ár, Akureyri, Húsavík, Siglufjörður og Mývatnssveit hafa mikið aðdráttarafl og margir voru á ferli á þessum slóðum og héldu greininni gangandi.“
Arnheiður segir þó að mörg fyrirtæki hafi lent í kröppum dansi yfir kórónuveirutímann og skorið allt niður hjá sér. „Við höfum því miður misst gott fólk út úr greininni og mikla þekkingu.“
Þarf mikinn stuðning
Ljóst er að sögn Arnheiðar að greinin þarf á miklum stuðningi að halda varðandi þá uppbyggingu sem fram undan er í ferðaþjónustu en stærsti vandinn sem við blasir er lítil eiginfjárstaða, mikil söfnun skammtímaskulda og ósjálfbær skuldsetning margra félaga. Mikil skuldasöfnun hafi átt sér stað á tímabili heimsfaraldursins og morgunljóst að mörg félög ráði ekki við þá stöðu. Hún sé þó misjöfn eftir því í hvaða greinum fyrirtækin starfi, bílaleigur komi einna best út, hópferðafyrirtæki og þeir veitingastaðir sem höfðu erlenda ferðamenn sem helsta markhóp koma verst út. „Þetta hefur verið upp og ofan á milli fyrirtækja og greina í ferðaþjónustunni, við höfum til að mynda heyrt af því að veitingastaðir sem gera út á innlenda ferðamenn hafi átt sín bestu ár á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Það skiptast á skin og skúrir,“ segir hún.
Markaðsstofa Norðurlandi hélt í vikunni fundi ásamt KPMG um framtíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þar sem farið var yfir stöðuna og tækifæri framtíðar. KPMG hefur gert greiningu á fjárhagslegri getu ferðaþjónustunnar til að mæta líklegri fjölgun erlendra ferðamanna til landsins á næstu misserum og einnig er í skýrslunni að finna greiningu á getu greinarinnar til að ráða fram úr þeim fjárhagsvanda sem heimsfaraldurinn leiddi af sér. Eins er fjallað um hvaða úrræði gætu helst gagnast til að vinna sig út úr þeirri stöðu sem greinin er í.
Skráðu þig inn til að lesa
Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.
Verð frá 2.690 kr. á mánuði.
Nýjast
-
„Þetta er svo sannarlega íþrótt fyrir alla, á hvaða aldri sem er“
- 21.05
Golfvertíðin á Jaðarsvelli hófst í brakandi blíðu Egill P. Egilsson/ egillpall@vikubladid.is Greinin birtist fyrst í prentútgáfu Vikublaðsins sem kom út á fimmtudag. Á sunnudag sl. var árlegur vinnudagur hjá Golfklúbbi Akureyrar. Þá mæta á félagar í klúbbnum á Jaðarsvöll, taka til hendinni og hjálpast að við að koma vellinum í sem best stand fyrir opnun. Vikublaðið tók Steindór Kristinn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar og vallarstjóra á Jaðarsvelli tali en hann er afar spenntur fyrir sumrinu. „Það var mjög góð mæting eða rétt rúmlega 80 manns sem komu og tóku til hendinni,“ segir Steindór og bætir við að flestir hafi gert sér glaðan dag á eftir og farið í golf. Völlurinn var svo opnaður almenningi á mánudag, 16. maí. Byrjunin hefði ekki getað verið betri og fjölmenntu golfþyrstir Akureyringar á Jaðarsvöll í brakandi sumarblíðu. Kemur vel undan vetri Steindór segir að völlurinn komi mjög vel undan vetri enda hafi hann verið fljótt auður af snjó og apríl hafi verið hagstæður. „Hann kemur bara mjög vel undan vetri og allir mjög ánægðir með hann,“ segir hann og bætir við að töluverð vinna sé lögð í það yfir veturinn að fyrirbyggja skemmdir. „Fyrst og fremst fylgjumst við með flötunum og mokum af þeim snjó. Ef það er kominn klaki og útlit fyrir einhverja hlýja daga þá förum við og mokum snjónum af til að nýta hitann til að bræða klakann,“ útskýrir Steindór. Þá segir hann að einnig hafi verið gerðir nýjir fremri teigar í vetur og drenvinna framkvæmd á brautum. Golf fyrir alla Kylfum var sveiflað og boltar slegnir í brakandi blíðu á Jaðarsvelli á mánudag. Golfarar eru mjög spenntir fyrir sumrinu. Mynd/Víðir Egilsson. Einhvern tíma hafði golfíþróttin þá ímynd að hún væri fyrst og fremst fyrir efnaða eldri borgar í köflóttum buxum. Sú ímynd er löngu dauð og grafinn enda eykst golfáhugi Íslendinga ár frá ári; og það eru öll kyn og aldurshópar sem sýkjast af golfbakteríunni. Í dag eru um 20 þúsund iðkendur skráðir í golfklúbba um allt land og að sögn Steindórs, annar eins fjöldi sem stundar íþróttina að einhverju leiti án þess að vera með félagsaðild. „Þetta er svo sannarlega íþrótt fyrir alla, á hvaða aldri sem er. Við getum verið með fimm ára barn að spila með afa sínum á áttræðisaldri þess vegna. Þetta hentar öllum,“ segir Steindór og bætir við að um 850 meðlimir séu skráðir í Golfklúbb Akureyrar og stefnan sé að fjölga þeim upp í 1000 á allra næstu árum. „Rétt rúmlega 200 af þeim eru í barna og unglingastarfinu. Þannig að við erum með hátt hlutfall ungmenna. Það er mikilvægast af öllu að vera með gott barna og unglinga starf fyrir framtíðina.“ -
Heila málið að landa góðum samningum fyrir félagsmenn
- 19.05
Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju fagnar 40 ára starfsafmæli sínu Margrét Þóra Þórsdóttir/ mth@vikubladid.is Greinin birtist fyrist í prentútgáfu Vikublaðsins, 18. tölublaði „Það er aldrei létt verk að fara í kjarasamninga og ástandið hefur um tíðina oft verið erfitt, en ætli menn séu ekki nokkuð sammála um að það er af ýmsum ástæðum þungt fyrir fæti nú. Við höfum oft séð það svart þegar farið er af stað í samningagerð og vonum bara að okkur farnist vel í komandi viðræðum,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju. Björn fagnaði nú í byrjun mánaðar 40 ára starfsafmæli sínu hjá félaginu. Hann var um 12 ára skeið formaður Starfsgreinasamband Ísland og lét af því embætti á nýliðnu þingi sambandsins. Hann lætur af störfum sem formaður á aðalfundi félagsins í apríl á næsta ári, en hann verður 70 ára gamall árið 2023. Björn er fæddur á Nolli í Grýtubakkahreppi og ólst upp við öll almenn landbúnaðarstörf. Hann flutti til Akureyrar árið 1973 og sinnti ýmsum störfum í bænum, var m.a. svína og nautahirðir en lengst af starfaði hann í byggingavinnu. Með honum starfaði maður sem var í stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar og fékk hann Björn eitt sinn með sér á fund í Einingu. „Ég hafði í sjálfu sér ekki neinn sérstakan áhuga á verkalýðsmálum á þeim tíma en hafði tekið þátt í félagsmálum ýmiskonar og lét til leiðast og fór með honum á fundinn. Þar hafði ég auðvitað skoðanir og var ekki að liggja neitt á þeim. Það leið ekki nema um það bil vika þar til ég fékk fyrirspurn um hvort ég vildi taka sæti í trúnaðarráði félagsins og ég samþykkti það. Þar með var ég komin af stað, boltinn farinn að rúlla. Þegar kosningar urðu í félaginu á milli Jóns Helgasonar og Guðmundar Sæmundsson var farið fram á það við mig að ég færi á lista Jóns sem stjórnarmaður. Við unnum kosninguna og stuttu síðar ræddu Jón og Sævar sem var varaformaður við mig hvort ég væri til í að koma og starfa á skrifstofu félagsins. Ég þáði það og hóf störf þann 1. maí 1982. Í fyrstu fólst það í að sinna vinnustöðum og trúnaðarmannakerfinu,“ segir Björn sem var 29 ára þegar hann hóf störf á skrifstofu Einingar. Hann tók við stöðu varaformanns árið 1986 og varð formaður félagsins árið 1992. 8.000 félagsmenn Eining-Iðja er stærsta stéttarfélagið á landsbyggðinni með um 8.000 félagsmenn og hefur sína vigt innan Starfsgreinasambandsins, á til að mynda alltaf fulltrúa í framkvæmdastjórn SGS og í miðstjórn ASÍ. Geta má þess að Eining-Iðja samanstendur af alls 24 stéttarfélögum sem áður fyrr voru starfandi við Eyjafjörð en hafa nú sameinast í eitt. Félagið rekur skrifstofur á Dalvík og Fjallabyggð og er með fulltrúa á Grenivík og Hrísey og fara starfsmenn á skrifstofunni á Akureyri reglulega í heimsóknir á þéttbýlisstaðina við Eyjafjörð til skrafs og ráðagerða. -
Íþróttin er að lognast út af
- 16.05
Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs býr við bágborna æfingastöðu Einungis hægt að halda úti lágmarksstarfi fyrir afreksfólk og nýliðar komast ekki að „Þetta er deyjandi íþrótt hér í bænum, því miður höfum við enga aðra möguleika núna en að halda úti lágmarksstarfi fyrir okkar afreksfólk. Engir aðrir komast að, en við finnum fyrir miklum áhuga og marga langar að prófa, en aðstaða sem við höfum nú leyfir það því miður ekki,“ segir Alfreð Birgisson í bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs á Akureyri. Félagið hefur nú til umráða 4 brautir í aðstöðu Skotfélagsins í kjallara Íþróttahallarinnar og einungis í tvo tíma í senn seinni part virkra daga. Bogfimi hefur verið stunduð innan Akurs í einhverjum mæli allt frá stofnun félagsins. Alfreð segir að árangur og ástundun hafi um tíðina verið mismikil, hún hafi ekki síst staðið og fallið með því hve góðar aðstæður hægt er að bjóða upp á við æfingar. Greinin sé þess eðlis að hún eigi erfitt uppdráttar í venjulegum íþróttasal, nema með fylgi aðstaða til að geyma búnað. Þannig hafði Akur aðstöðu í íþróttahúsi Glerárskóla til að byrja með og með í kaupunum fylgdi geymslurými fyrir boga og búnað. Hrun í fjölda iðkenda Félagið fékk snemma árs 2018 til afnota húsnæði í Austursíðu, þar sem nú er Norðurtorg og hentaði að einkar vel til bogfimiiðkunar. Afnotin fékk félagið gegn vægu afnotagjaldi, bærinn greidd einnig félagið 600 þúsund krónur á ári í styrki sem fóru upp í kostnað við leiguna. „Það var eins og við manninn mælt, um leið og við gátum boðið upp á góða aðstöðu fór starfið að eflast og dafna,“ segir Alfreð. „Það var mikill metnaður lagður í það að hálfu stjórnar og þjálfara að byggja greinina upp og þegar mest var veturinn 2019 til 2020 voru á milli 70 og 80 virkir iðkendur að æfa með félaginu. Árangur lét ekki á sér standa, innan félagsins kom upp hver afreksíþróttamaðurinn á fætur öðrum sem unnið hafa til fjölda verðlauna bæði á mótum hér innanlands og utan.“ Fjöldi iðkenda nú er á bilinu 10 til 12 manns. Félagið missti aðstöðu sína í Austursíðu, það varð ljóst strax haustið 2019 að ekki yrði þar um framtíðaraðstöðu að ræða. Alfreð segir að þá strax hafi fulltrúar frá Akureyrarbæ og Íþróttabandalagi Akureyrar, ÍBA verið upplýstir um þá stöðu sem við blasti. Málinu var vísað til frístundaráðs og leit hafin að hentugu húsnæði og hefur sú leit staðið yfir svo til óslitið síðan en án árangurs. Það sem í boði var reyndist félaginu ofviða, enda félagið ekki með mikið fé til að greiða leigu. Bærinn hefði því þurft að leggja fram myndarlega rekstrarstyrki eða þá að finna aðrar leiðir til að fjármagn leigu á æfingahúsnæði. Gremjulegt að þurfa að vísa áhugasömum nýliðum frá -
„Þetta var æðislegt og hvalirnir blésu þarna í bakgrunni“
- 09.05
Daniel Annisius frá Húsavík hefur lifað og hrærst í ferðaþjónustu alla sína starfsævi. Hann steig sín fyrstu skref á vinnumarkaði 12 ára gamall við að bera út bæklinga fyrir Gentle Giants hvalaferðir (GG) og útbúa kakó fyrir farþega. Í dag er hann aðstoðarframkvæmdastjóri og horfir yfir 20 ár hjá sama fyrirtækinu. Það eru fáir sem þekkja þróun ferðaþjónustu á Húsavík betur en Daniel. Menntasproti atvinnulífsins GG hlaut á dögunum viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins: Menntasproti atvinnulífsins 2022. Einn lykilþáttur sprotans er samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu innan sem utan fyrirtækja auk nýsköpunar í fræðslu innan fyrirtækis eða í samstarfi aðra aðila. Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt á árlegum menntadegi atvinnulífsins. Þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn. Yfirskrift menntadagsins að þessu sinni var stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Daniel segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að hafa hlotið þessi verðlaun og mikill heiður. „Við vorum tilnefnd í vetur en bjuggumst aldrei við að vinna þetta, lítið fyrirtæki á landsbyggðinni. Svo fengum við símtalið um að við hefðum unnið og allir í skýjunum með það. Í greinargerðinni var farið yfir alls konar þætti og það var mat dómnefndar að við værum vel að þessu komin, að þjálfunar og menntunarmálin væru í góðum höndum,“ útskýrir hann og bætir við að númer eitt snúist þetta um þjálfun á starfsfólki GG hvalaferða en nefnir fleiri mikilvæga þætti s.s. þjálfun á starfsfólki rannsóknarseturs Háskóla Íslands sem er með aðsetur á Húsavík. „Við komum einnig að stofnun námsbrautar í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það má heldur ekki gleyma fræðslunni sem við erum með fyrir farþega um borð í bátunum okkar. Við erum að fá farþega sem hafa kannski aldrei farið á sjó og eru að komast í kynni við náttúruna,“ segir Daniel og nefnir að farþegar fái fræðslu um borð sem þeir geti svo sett í víðara samhengi þegar heim er komið. Þá segist hann finna fyrir miklu stolti að vera partur af litlu en öflugu fyrirtæki á landsbyggðinni sem hefur metnað sem skilar sér í slíkum verðlaunum. „Og það er alltaf hægt að gera betur, starfið er í stöðugri þróun, sérstaklega með nýrri stafrænni tækni.“ Byrjaði 12 ára Eins og fyrr segir á Daniel 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Fyrirtækið hét reyndar Hvalaferðir í upphafi þegar hann hóf störf en núverandi eigandi, Stefán Guðmundsson kom tveimur árum síðar inn eigendahópinn og fór strax að vinna með ímynd fyrirtækisins. Þá var nafninu meðal annars breytt í Gentle Giants hvalaferðir. „Það má eiginlega segja að Ómar bróðir minn hafi komið mér af stað í þessu en hann var búinn að vera vinna á Moby Dick. Síðan kunni ég tungumálin, ensku, þýsku og svona. Þannig að í staðinn fyrir að fara í bæjarvinnuna þá gat ég komið hingað, 12 ára gamall, að dreifa bæklingum, þrífa bátana og alls konar sem til féll. Svo var ég alltaf með í siglingunum ef það voru fleiri en 20 farþegar til að búa til kakóið,“ segir Daniel en hann starfaði í um það bil 10 ár sem leiðsögumaður og í miðasölu. Undan farin 12 ár hefur hann gegnt stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra og hefur komið náið að þróun fyrirtækisins. „Ég hef verið að sinna öllu mögulegu, allt frá bókhaldi til markaðsmálum en þau eru fjölbreytt og skemmtileg verkefnin sem til falla.“ Fann ástina á Skjálfanda GG hvalaferðir hefur oft verið lýst sem öflugu fjölskyldu fyrirtæki. Það má með sanni segja að Daniel sé táknmynd þeirrar ímyndar því hann fann ástina í vinnunni og hefur síðan stofnað sína eigin fjölskyldu. Fjölskyldu sem varð til hjá GG hvalaferðum. Alexia Annisius Askelöf frá Svíþjóð kom til Húsavíkur árið 2008 og hóf störf sem leiðsögumaður hjá GG. Hún og Daniel felldu hugi saman og fóru hægt og rólega að rugla saman reitum. „Síðan fluttum við til Svíþjóðar og vorum þar í námi bæði. Við fluttum heim aftur árið 2017 og eignuðumst dóttur og erum komin til að vera, alla vega í bili,“ segir Daniel og bætir við að fjölskyldunni líði vel á Húsavík. Þrátt fyrir að hafa búið í Svíþjóð í sjö ár, var Daniel alltaf með annan fótinn hjá GG hvalaferðum. „Við komum alltaf heim á sumrin og svo var ég að vinna síðustu tvo veturna frá Svíþjóð, þannig að ég hef alltaf verið tengdur þessu.“ Giftu sig í vinnunni Úr því að ástin kviknaði og blómstraði í vinnunni, því þá ekki að staðfesta það með því að gifta sig í vinnunni? -
„Ég er bara kona sem að skuldbatt sig til að gera eitthvað og ég stóð með sjálfri mér“
- 01.05
Dögg Stefánsdóttir frá Húsavík er mannauðsstjóri hjá PCC BakkiSilicon og lífsþjálfi. Hún hefur stundað líkamsrækt frá því hún var tvítug en um síðast liðna helgi tók hún þátt í Íslandsmeistaramóti í fitness sem fram fór í Hofi á Akureyri. Um kvöldið sneri hún aftur heim til Húsavíkur með Íslandsmeistaratitil í flokki 35 ára og eldri í farteskinu. Vikublaðið ræddi við Dögg í vikunni. Vinnur með hugarfarið Í september 2020 byrjaði Dögg í fjarnámi í Bandarískum skóla sem heitir Life Coach School þar sem hún lærði til lífsþjálfa. Hún hefur nú lokið því námi og segir það vera eina ástæðu þess að hún ákvað að keppa í fitness í ár. „Það sem mér finnst aðal málið og er ástæðan fyrir því að ég hef verið að leggja í þetta ferðalag mitt er að ég er búin að vera í námi sem heitir lífsþjálfun. Það er maður að vinna mikið með hugarfarið og að setja sér markmið. Ég var í rauninni að keppa til að mastera það,“ segir Dögg og bætir við að hún sé að undirbúa námskeið á svæðinu. „Þar ætla ég að kenna konum að fara á eftir draumunum og ná markmiðum sínum.“ Dögg er önnur tveggja kvenna sem lokið hefur námi lífsþjálfa en hin er frænka hennar, Linda Pétursdóttir. „Það vildi svo ótrúlega til að ég fann þetta nám og svo heyrði systir mín viðtal við Lindu P. og spurði mig hvort það gæti verið að þetta væri sama nám. Ég hafði þá samband við hana og jú jú, það passaði,“ segir Dögg og hlær. Þær Linda og Dögg eru einmitt systkinabörn. „Við erum tvær á landinu sem erum lífsþjálfar og erum s.s. að vinna í prógramminu hennar Lindu með 200 konur þar sem konur eru konum bestar.“ „Við erum einmitt nýkomnar frá Texas þar sem við vorum á svona Mastermind námskeiði,“ segir Dögg og bætir við að eitt af því sem lífsþjálfinn taki fyrri sé markmiðasetning. „og að láta sig dreyma, dreyma stórt og fara á eftir draumum sínum.“ Fékk áhugann í Bandaríkjunum Dögg var að keppa á Íslandsmóti í fitness í þriðja sinn um helgina en hún segir að í þetta sinn hafi vegferð hennar í gegn um lífsþjálfanámið verið henni innblástur til að taka þátt í þetta sinn. „Það er svona raunverulega ástæðan fyrir því að ég var að keppa núna þó ég hafi vissulega tekið þátt tvisvar áður,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf stundað líkams- og heilsurækt að einhverju tagi. „Þetta byrjaði nú bara þannig að ég fór sem aupair til Bandaríkjanna þegar ég var tvítug. Þar var bjó ég hjá fólki sem var álveg á kafi í líkams- og heilsurækt. Það var í fyrsta skipti sem ég kynntist þessum heimi. Ég man einmitt eftir því að ég var svöng fyrstu þrjá mánuðina því þau borðuðu ekkert nema kjúkling og eggjahvítur og ég vissi ekki hvert ég var kominn,“ segir Dögg og skellir upp úr. -
Spenntur og vonar að gestir eigi ljúfar stundir í vændum
- 30.04
„Ég er megaspenntur fyrir þessu og vona svo sannarlega að Akureyringar og þeirra gestir eigi hér ljúfar og góðar stundir,“ segir Reynir Gretarsson sem opnað hefur nýjan veitingastað LYST í Lystigarðinum á Akureyri. Rekstur veitingahússins var boðin út á liðnu hausti og ákvað Reynir sem er matreiðslumaður að taka þátt. Hann fékk að vita seint á síðasta ári að hann fengi reksturinn. LYST var opnað skömmu fyrir páska og segir Reynir að viðtökur fyrstu dagana hafi verið góðar og lofi góðu um framhaldið. Hann hafi enn sem komið er ekki auglýst nema á samfélagsmiðlum en gestir eru farnir að líta við í kaffisopa. Hann á von á að umferð aukist í takt við hækkandi sól. «Garðurinn er allur að taka við sér, Guðrún og aðrir starfsmenn Lystigarðarins vinna frábært starf viðað halda honum í góðu standi og undirbúa hann fyrir sumarið,» segir Reynir. Lystigarðurinn á Akureyri hefur um langt árabil verið einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum bæjarins. Vildi ekki sleppa góðu starfi bara fyrir eitthvað Reynir er Akureyringur, hann lærði til matreiðslumanns á Strikinu og lauk prófi þar í desember 2012. Starfaði hann þar um skeið en hélt svo til Malmö í Svíþjóð þar sem hann fékk starf á veitingastaðnum Bloom in the park. Á meðan Reynir vann á staðnum var honum úthlutað Michelin stjörnu. „Og það var nú aldeilis ekki leiðinlegt að upplifa það,“ segir hann. Reynir bjó í Svíþjóð um tveggja ára skeið en flutti þá til Íslands, settist að í Reykjavík þar sem hann hefur undanfarin ár starfað sem framleiðslustjóri hjá Omnom. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár og þetta voru skemmtileg ár, gaman taka þátt í vexti fyrirtækisins,“ segir hann -
Öflugur mannauður er lykilatriði í verslunarrekstri
- 09.04
„Það eru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan í versluninni, mikil og ör þróun sem gaman er að fylgjast með,“ segir Eiður Stefánsson formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, FVSA. Verslun hefur almennt gengið vel í höfuðstað Norðurlands undanfarið og útlit fyrir vöxt í atvinnugreininni miðað við áform um opnun nýrra verslana síðar á árinu. Eiður segir aukna sjálfvirkni einkenna verslun um þessar mundir. „Þetta er þróun sem hófst fyrir meira en áratug og með tilkomu t.d. sjálfsafgreiðslukassa hefur starfsfólki í verslunum fækkað og þjónusta minnkað. Næsta skref verður að vara er skönnuð jafnóðum og viðskiptavinur setur hana í körfuna og þegar verslunarferð er lokið er gert rafrænt upp um leið og gengið er út úr búðinni. Tækninni fylgir oft kostnaður sem þarf þá að skera niður annars staðar. Það þarf því að gæta að því að álag aukist ekki á þeim sem starfa á gólfinu“. Eiður segir mikilvægt að félagsmenn séu duglegir að nýta sér þá þjónustu sem stéttarfélögin bjóði upp á. „Sjálfvirkni kallar á starfsfólk með tækniþekkingu því vitaskuld þarf að hanna, þróa og viðhalda t.d. sjálfsafgreiðslukössunum. FVSA hefur frá upphafi lagt áherslu á að styðja sína félagsmenn til náms og endurmenntunar og hefur það reynst mörgum vel í starfi. Því hvetjum við alla til að kynna sér starfsmenntastyrki félagsins.“ -
Setja á svið mjög raunverulegar aðstæður
- 03.04
Blaðamaður Vikublaðsins á Húsavík hitti fyrir tilviljun Grím Kárason slökkviliðsstjóra í Norðurþingi laugardegi fyrir rúmri viku. Hann var í einkennisklæðnaði og með honum í för var góður hópur slökkviliðsmanna víðs vegar að á landinu. Þetta vakti vitanlega athygli blaðamannsins sem veitti þessum föngulega hópi eftirför. Ferðinni var heitið suður í Haukamýri að æfingasvæði slökkviliðsins en um helgina fór þar fram þjálfunarstjóranámskeið slökkviliðsmanna. Glæsilegt æfingasvæði Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur hjá brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar afar ánægður með aðstöðuna. Myndir/ epe. Í júlí árið 2019 var æfingasvæðið orðið frágengið og voru þá fluttir gámar og olíutankar á svæðið. Þá voru steypt plön á svæðinu sem notuð eru til æfinga vegna klippuvinnu og viðbragða við mengunarslysum. Nokkur fyrirtæki gáfu búnað til verkefnisins, bæði gáma, olíutanka og hitunarbúnað. Settir hafa verið upp á svæðinu átta gámaeiningar og tveir olíutankar. Svæðið er eitt best útbúna æfingasvæði á landinu og hentar aðstaðan öllum viðbragðsaðilum til æfinga. Enda var Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur hjá brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar afar ánægður með aðstöðuna og sagði hana henta afar vel til æfinga af þessu tagi. Aðstaða til fyrirmyndar „Við erum hérna með námskeið á vegum Brunamálaskólans, sem heitir þjálfunarstjóranámskeið. Hér erum við að undirbúa slökkviliðsmenn til að taka að sér þjálfun í sínum slökkviliðum,“ sagði Þorlákur. -
Nýtt félag byrjar með tvær hendur tómar en bjartsýni að vopni
- 19.03
mth@vikubladid.is „Þessi ákvörðun markar nýtt upphafi fyrir kraftlyftingar á Akureyri, þetta er spennandi áskorun og ég lít bjartsýnn til framtíðar,“ segir Alex Cambray Orrason sem hefur tekið að sér formennsku í nýrri lyftingadeild sem stofnuð verður undir merkjum KA. Félagsfundur KA samþykkti einróma að stofna lyftingadeild, en að líkindum mun deildin ekki fá inni á KA svæðinu fyrr en að tveimur árum liðnum þegar uppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu verður lokið. Nýja félagið byrjar svo sannarlega með tvær hendur tómar, hefur sem stendur hvorki húsnæði til að æfa í né heldur æfingabúnað. „Stærstu verkefnin fram undan eru að leysa þau mál.“ Alex segir að nú verði unnið að því hörðum höndum að endurreisa kraft- og ólympískar lyftingar á Akureyri og þess ekki langt að bíða að hægt verið að keppa undir merkjum Akureyrar á ný. „Undanfarin tvö ár hafa verið mjög strembin, ekkert kraftlyftingafélag fyrir hendi hér í bænum og ég til að mynda fór að keppa fyrir Ármann í Reykjavík,“ segir hann. Kraftlyftingafélag Akureyrar var stofnað árið 1975. Fyrrverandi formaður þess flutti, að sögn Alexs upp á sitt einsdæmi allan búnað félagsins út á Hjalteyri og kom sér fyrir í fasteign sem einkahlutafélag í hans eigu leigir. Hann segir að engar formlegar ákvarðanir um flutning KFA milli sveitafélaga hafi verið teknar á félags- eða stjórnarfundum eða með samþykkt félagsmanna. Þrátt fyrir mótmæli hafi orðið að þessum flutningi. ÍBA á æfingabúnaðinn „Félagið og félagsmenn þess eiga búnaðinn, það kemur skýrt fram í ársreikningum félagsins fyrir flutninginn. Það er óumdeilt samkvæmt lögum félagsins og kemur einnig fram í lögum ÍBA að komi til þess að félaginu verði slitið eða það flytji starfsemi sína úr bæjarfélaginu eigi ÍBA búnaðinn og beri að koma honum í not hjá öðrum félögum innan bandalagsins,“ segir Alex. Hann bendir á að á svipuðum tíma og unnið var að flutningi KFA út á Hjalteyri hafi ýmislegt misjafnt komið upp varðandi starfsemi félagsins, sem félagsmönnum hafi verið ókunnugt um. „Það vöknuðu margar spurningar en fátt var um svör, það bárust bara skriflegar og munnlegar hótanir sem á endanum varð til þess að loka á allt samstarf.“