Nýtt félag byrjar með tvær hendur tómar en bjartsýni að vopni

„Þessi ákvörðun markar nýtt upphafi fyrir kraftlyftingar á Akureyri, þetta er spennandi áskorun en é…
„Þessi ákvörðun markar nýtt upphafi fyrir kraftlyftingar á Akureyri, þetta er spennandi áskorun en ég lít bjartsýnn til framtíðar,“ segir Alex Cambray Orrason sem hefur tekið að sér formennsku í nýrri lyftingadeild sem stofnuð verður undir merkjum KA. Mynd/MÞÞ

mth@vikubladid.is

 „Þessi ákvörðun markar nýtt upphafi fyrir kraftlyftingar á Akureyri, þetta er spennandi áskorun og ég lít bjartsýnn til framtíðar,“ segir Alex Cambray Orrason sem hefur tekið að sér formennsku í nýrri lyftingadeild sem stofnuð verður undir merkjum KA. Félagsfundur KA samþykkti einróma að stofna lyftingadeild, en að líkindum mun deildin ekki fá inni á KA svæðinu fyrr en að tveimur árum liðnum þegar uppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu verður lokið. Nýja félagið byrjar svo sannarlega með tvær hendur tómar, hefur sem stendur hvorki húsnæði til að æfa í né heldur æfingabúnað. „Stærstu verkefnin fram undan eru að leysa þau mál.“

Alex segir að nú verði unnið að því hörðum höndum að endurreisa kraft-  og ólympískar lyftingar á Akureyri og þess ekki langt að bíða að hægt verið að keppa undir merkjum Akureyrar á ný.  „Undanfarin tvö ár hafa verið mjög strembin, ekkert kraftlyftingafélag fyrir hendi hér í bænum og ég til að mynda fór að keppa fyrir Ármann í Reykjavík,“ segir hann.

Kraftlyftingafélag Akureyrar var stofnað árið 1975.  Fyrrverandi formaður þess flutti, að sögn Alexs upp á sitt einsdæmi allan búnað félagsins út á Hjalteyri og kom sér fyrir í fasteign sem einkahlutafélag í hans eigu leigir. Hann segir að engar formlegar ákvarðanir um flutning KFA milli sveitafélaga hafi verið teknar á félags- eða stjórnarfundum eða með samþykkt félagsmanna. Þrátt fyrir mótmæli hafi orðið að þessum flutningi.

ÍBA á æfingabúnaðinn

„Félagið og félagsmenn þess eiga búnaðinn, það kemur skýrt fram í ársreikningum félagsins fyrir flutninginn. Það er óumdeilt samkvæmt lögum félagsins og kemur einnig fram í lögum ÍBA að komi til þess að félaginu verði slitið eða það flytji starfsemi sína úr bæjarfélaginu eigi ÍBA búnaðinn og beri að koma honum í not hjá öðrum félögum innan bandalagsins,“ segir Alex. Hann bendir á að á svipuðum tíma og unnið var að flutningi KFA út á Hjalteyri hafi ýmislegt misjafnt komið upp varðandi starfsemi félagsins, sem félagsmönnum hafi verið ókunnugt um. „Það vöknuðu margar spurningar en fátt var um svör, það bárust bara skriflegar og munnlegar hótanir sem á endanum varð til þess að loka á allt samstarf.“


 

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast