Setja á svið mjög raunverulegar aðstæður

Á Húsavík er fyrsta flokks aðstaða til æfinga fyrir slökkviliðsmenn og aðra viðbragðsaðila. Um síðus…
Á Húsavík er fyrsta flokks aðstaða til æfinga fyrir slökkviliðsmenn og aðra viðbragðsaðila. Um síðustu helgi fór þar fram þjálfunarstjóranámskeið. Mynd/epe

Blaðamaður Vikublaðsins á Húsavík hitti fyrir tilviljun Grím Kárason slökkviliðsstjóra í Norðurþingi laugardegi fyrir rúmri viku. Hann var í einkennisklæðnaði og með honum í för var góður hópur slökkviliðsmanna víðs vegar að á landinu.

Þetta vakti vitanlega athygli blaðamannsins sem veitti þessum föngulega hópi eftirför. Ferðinni var heitið suður í Haukamýri að æfingasvæði slökkviliðsins en um helgina fór þar fram þjálfunarstjóranámskeið slökkviliðsmanna.

 Glæsilegt æfingasvæði

Slökviæfing

Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur hjá brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar afar ánægður með aðstöðuna. Myndir/ epe.

 Í júlí árið 2019 var æfingasvæðið orðið frágengið og voru þá fluttir gámar og  olíutankar á svæðið. Þá voru steypt plön á svæðinu sem notuð eru til æfinga vegna klippuvinnu og viðbragða við mengunarslysum.

Nokkur fyrirtæki gáfu búnað til verkefnisins, bæði gáma, olíutanka og hitunarbúnað. Settir hafa verið upp á svæðinu átta gámaeiningar og tveir olíutankar.

Svæðið er eitt best útbúna æfingasvæði á landinu og hentar aðstaðan öllum viðbragðsaðilum til æfinga. Enda var Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur hjá brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar afar ánægður með aðstöðuna og sagði hana henta afar vel til æfinga af þessu tagi.

 Aðstaða til fyrirmyndar

„Við erum hérna með námskeið á vegum Brunamálaskólans, sem heitir þjálfunarstjóranámskeið. Hér erum við að undirbúa slökkviliðsmenn til að taka að sér þjálfun í sínum slökkviliðum,“ sagði Þorlákur.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast