Síðustu ár reyndu á þolgæði og útsjónar- semi en bjartari tíð vonandi framundan

Ferðaþjónustan á Norðurlandi kom betur út en í öðrum landshlutum, vel tókst að aðlaga reksturinn bre…
Ferðaþjónustan á Norðurlandi kom betur út en í öðrum landshlutum, vel tókst að aðlaga reksturinn breyttum forsendum og ná inn sterkum innanlandsmarkaði sem hélt fyrirtækjunum gangandi í gegnum heimsfaraldurinn.


mth@vikubladid.is

 „Undanfarin tvö ár hafa verið ferðaþjónustunni gríðarlega erfið og það hefur mikið reynt á þolgæði og útsjónarsemi rekstraraðila. Óvissan verið algjör og um tíma þurrkuðust markaði úr. En það má segja að Norðurland hafi komið einna best út úr þessum heimsfaraldri hefur gert okkur lífið leitt þessi ár. Það er mikil uppbygging fram undan og óvissa enn fyrir hendi, margar brekkur sem eftir er að klífa, en mér finnst staðan vera nokkuð góð t.d. varðandi sumarið og eins mun margt breytast til betri vegar gangi áform nýs flugfélags, Niceair á Akureyri eftir,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Hún fagnar því að öllum takmörkunum sem fylgdu heimsfaraldi kórónuveirunnar hefur nú verið aflétt.

Arnheiður segir að ferðaþjónustan á Norðurlandi hafi komið betur út en í öðrum landshlutum, tekist hafi að aðlaga reksturinn breyttum forsendum og ná inn sterkum innanlandsmarkaði, „sem segja má að hafi haldið fyrirtækjunum gangandi í gegnum þessi ár,“ segir hún. Þar af leiðandi eru flest fyrirtæki á norðanverðu landinu enn til staðar þó sum séu í breyttu formi frá því sem áður var. „Innlendi markaðurinn hefur verið mjög sterkur fyrir norðan undanfarin ár, Akureyri, Húsavík, Siglufjörður og Mývatnssveit hafa mikið aðdráttarafl og margir voru á ferli á þessum slóðum og héldu greininni gangandi.“

Arnheiður segir þó að mörg fyrirtæki hafi lent í kröppum dansi yfir kórónuveirutímann og skorið allt niður hjá sér. „Við höfum því miður misst gott fólk út úr greininni og mikla þekkingu.“

Þarf mikinn stuðning

Ljóst er að sögn Arnheiðar að greinin þarf á miklum stuðningi að halda varðandi þá uppbyggingu sem fram undan er í ferðaþjónustu en stærsti vandinn sem við blasir er lítil eiginfjárstaða, mikil söfnun skammtímaskulda og ósjálfbær skuldsetning margra félaga. Mikil skuldasöfnun hafi átt sér stað á tímabili heimsfaraldursins og morgunljóst að mörg félög ráði ekki við þá stöðu. Hún sé þó misjöfn eftir því í hvaða greinum fyrirtækin starfi, bílaleigur komi einna best út, hópferðafyrirtæki og þeir veitingastaðir sem höfðu erlenda ferðamenn sem helsta markhóp koma verst út. „Þetta hefur verið upp og ofan á milli fyrirtækja og greina í ferðaþjónustunni, við höfum til að mynda heyrt af því að veitingastaðir sem gera út á innlenda ferðamenn hafi átt sín bestu ár á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Það skiptast á skin og skúrir,“ segir hún.

Markaðsstofa Norðurlandi hélt í vikunni fundi ásamt KPMG um framtíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þar sem farið var yfir stöðuna og tækifæri framtíðar. KPMG hefur gert greiningu á fjárhagslegri getu ferðaþjónustunnar til að mæta líklegri fjölgun erlendra ferðamanna til landsins á næstu misserum og einnig er í skýrslunni að finna greiningu á getu greinarinnar til að ráða fram úr þeim fjárhagsvanda sem heimsfaraldurinn leiddi af sér. Eins er fjallað um hvaða úrræði gætu helst gagnast til að vinna sig út úr þeirri stöðu sem greinin er í.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast