13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Kornuppskera eins og hún gerist best í Evrópu
Þó haustið sé nú loks farið að láta að sér kræla var sumarblíðan allsráðandi í síðustu viku þegar blaðamaður Vikublaðsins var á ferðinn í Eyjafirði. Blaðamaður hitti þar á Hermann Inga Gunnarsson, bónda á bænum Klauf en hann var í óða önn við að ljúka þriðja og síðasta slætti á túnum sínum. Hann var glaðbeittur þrátt fyrir þessa óvæntu truflun og stökk brosandi út úr dráttavélinni. Aðspurður sagði Hermann að það væri í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að slegið sé í september. „Ekkert svo, við hreinsum alltaf af túnunum í september. Þetta er þriðja skiptið sem við sláum í sumar en við höfum gert það undan farin 10 ár eða svo.“