Íslenskur fiskréttur og rússneskt Borcht
Hjónin Skarphéðinn Ásbjörnsson og Victoria Smirnova taka við keflinu í matarhorninu og koma með uppskriftir af rammíslenskum fiskrétti og rússneskum rétti. Victoria er fædd og uppalin í Rogovskaya í Rússlandi, hún er menntaður efnafræðingur og líffræðingur og hefur kennt þau fræði fyrst í Rússlandi en síðar í RBSM einkaskólanum á Möltu. Skarphéðinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, hann er menntaður rafmagnstæknifræðingur og vélstjóri og starfar sem deildarstjóri varaafls hjá RARIK hér á Akureyri. Þá er Skarphéðinn forfallinn veiðimaður. Gefum þeim hjónum orðið...