„Áskorun að takast á við ný verkefni“
Litla Kompaníið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar frumsýndi í gærkvöld einleikinn „Óvænt uppákoma“ eftir Sögu Jónsdóttur sem einnig flytur verkið og Sunna Borg flytur „Bergljótu” sem er ljóðabálkur eftir Björnstjerne Björnsson við píanóundirleik Alexanders Edelstein. Næstu sýningar fara fram 13.-19. og 20. mars. Saga og Sunna hafa unnið mikið saman undanfarin ár og láta engan bilbug á sér finna. Sunna fæddist í Reykjavík og átti heima þar fyrstu ár ævi sinnar en fluttu til Akureyrar árið 1979 og hefur verið hér síðan. Hún útskrifaðist frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1970 og hélt því upp á 50 ára leiklistarafmælið síðasta sumar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og störf Sunnu.