„Aldrei misst trúna á það góða í fólki"

Páley Borgþórsdóttir er í ítarlegu viðtali í nýjasta Vikublaðinu.
Páley Borgþórsdóttir er í ítarlegu viðtali í nýjasta Vikublaðinu.

Páley Borgþorsdóttir tók við starfi lögreglustjóra á Norðurlandi eystra í sumar. Sjálf lýsir hún sér sem landsbyggðarmanneskju sem setur fjölskylduna í fyrsta sæti. Blaðamaður Vikublaðsins settist niður með henni á dögunum og ræddi við hana um ferilinn og manneskjuna á bak við lögreglustjórann. „Ég er búin að vinna í 18 ár í sakamálum. Fyrst sem staðgengill sýslumanns og síðan lá leiðin í lögmennsku. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sakamálum og þessu kerfi okkar, ekki síst hvernig við getum gert það betra. Maður er í þessu til að reyna koma einhverju góðu til leiðar,“ segir Páley. Hún er mikil fjölskyldumanneskja og viðurkennir að það hafi verið erfitt að skilja foreldra sína eftir í Vestmannaeyjum enda séu þau mjög náin. Í viðtalinu ræðir hún einnig um að lögreglustjórar þurfi að taka erfiðar ákvarðanir um erfið mál. „Við þurfum ekki og erum ekki í vinsældarkeppni. Það er ekkert nýtt fyrir okkur að vera ekki góði gæinn en það snertir mig vissulega þegar málin fara að hafa áhrif á fólkið mitt.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast