Á golfvellinum frá unglingsaldri
Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi og er formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég byrjaði í unglingavinnunni hjá bænum hérna á vellinum og fékk í framhaldi vinnu hjá GA. Fyrstu árin með skóla var þetta sumarvinna en árið 2004 varð ég vallarstjóri og var í því starfi í 15 ár áður en ég fékk stöðu framkvæmdastjóra árið 2017,“ segir Steindór. Það styttist óðum í að golfsumarið hefjist en Klappir, æfingasvæðið á Jaðarsvellinum hjá Golfklúbbi Akureyrar, opnaði í lok mars. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er og því kemur grasið nokkur vel undan vetri. Flatirnar eru í góðu ásigkomulagi og segir Steindór full ástæða fyrir golfara að til að láta sig hlakka til sumarsins. Þá fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Akureyri og er undirbúningur hafin fyrir þetta stærsta mót sumarins. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.