Á golfvellinum frá unglingsaldri

Steindór Ragnarsson. Mynd/Margrét Þóra.
Steindór Ragnarsson. Mynd/Margrét Þóra.

Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi og er formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég byrjaði í unglingavinnunni hjá bænum hérna á vellinum og fékk í framhaldi vinnu hjá GA. Fyrstu árin með skóla var þetta sumarvinna en árið 2004 varð ég vallarstjóri og var í því starfi í 15 ár áður en ég fékk stöðu framkvæmdastjóra árið 2017,“ segir Steindór. Það styttist óðum í að golfsumarið hefjist en Klappir, æfingasvæðið á Jaðarsvellinum hjá Golfklúbbi Akureyrar, opnaði í lok mars. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er og því kemur grasið nokkur vel undan vetri. Flatirnar eru í góðu ásigkomulagi og segir Steindór full ástæða fyrir golfara að til að láta sig hlakka til sumarsins. Þá fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Akureyri og er undirbúningur hafin fyrir þetta stærsta mót sumarins. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast