Verður Þór/KA Íslandsmeistari í dag?
Í dag skýrist það hvort Þór/KA eða Breiðablik fagnar Íslandsmeistaratitli kvenna í knattspyrna en lokaumferðin verður leikin kl. 16:15. Þór tekur á móti FH á Þórsvelli en Breiðablik fær Grindavík í heimsókn. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Blika og því dugir norðanstúlkum að vinna sinn leik til að verða meistari. Fari svo að Þór/KA og FH geri jafntefli og Blikar vinni Grindavík verður Breiðablik meistari þar sem liðið hefur betri markatölu.
Spennan er því mikil fyrir lokaumferðinni. Leikirnir hefjast óvenju snemma dags við óánægju margra en dæmi eru um fyrirtæki á Akureyri gefi fólki frí úr vinnu til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar til sigurs.
Frítt er á Þórsvöllinn í dag