Þór/KA tekur á móti Fylki í dag

Þór/KA liðið fylgdi Söndru Maríu eftir á EM. Mynd/KA.is
Þór/KA liðið fylgdi Söndru Maríu eftir á EM. Mynd/KA.is

Kvennalið Þórs/KA leikur í dag fyrsta leik sinn í rúman mánuð þegar liðið fær Fylki í heimsókn á Þórsvöll klukkan 18:00. Gert var hlé á deildinni á meðan EM fór fram en fyrirliði Þórs/KA, Sandra María Jessen lék á mótinu og þá fór Þór/KA liðið í æfingarferð til Hollands og fylgdist vel með landsliðinu á EM.

Þór/KA eru á toppi Pepsi deildarinnar með 31 stig og eru enn taplausar þegar 7 leikir eru eftir á meðan Fylkir er í næstneðsta sæti með 4 stig. Þór/KA vann fyrri leik liðanna í Árbænum 1-4 með mörkum frá Margréti Árnadóttur, Andreu Mist Pálsdóttur, Huldu Björg Hannesdóttur og Huldu Ósk Jónsdóttur.

„Við hvetjum alla sem geta til að mæta á Þórsvöll í dag og styðja stelpurnar til sigurs, það er gríðarlega mikilvægt að halda stigasöfnuninni áfram til að landa þeim stóra, áfram Þór/KA!“ segir á heimasíðu KA.

Nýjast