„Þessi völlur er sannkölluð perla Norðurþings“
Golfsumarið fer vel af stað á Húsavík en Katlavöllur var opnaður fyrir almenning um miðjan maí. Völlurinn kemur einstaklega vel undan vetri að sögn Birnu Ásgeirsdóttur formanns Golfklúbbs Húsavíkur en vikublaðið ræddi við hana á dögunum.
„Ég held að það hafi bara allir verið mjög ánægðir með hvernig völlurinn kom undan vetri. Hann náttúrlega fór mjög góður undir snjó í haust og það var óvenju lítill klaki í vetur. Þannig að þetta er bara eins og best verður á kosið,“ segir Birna.
Hún segir að vel sé fylgst með vellinum yfir veturinn en vallarstjóri tekur völlinn út snemma að vori og brýtur klaka ef eitthvað er.
„Þessi völlur er sannkölluð perla Norðurþings, ég er svo ánægð með hann,“ bætir Birna við.
Vaxandi áhugi
Birna segir jafnframt að golfáhuginn sé í mikilli sókn á landsvísu og það eigi ekki síður við á Húsavík. „Það er að fjölga hjá okkur hægt en nokkuð örugglega. Við finnum alltaf fyrir einhverri aukningu á hverju ári. Það er aðeins kannski hjá yngri iðkendum sem okkur vantar og þá viljum við sérstaklega sjá fleiri konur en þetta er vaxandi á landsvísu,“ segir hún og bætir við að það hafi verið metaðsókn á völlinn í fyrrasumar. „Það gerði náttúrlega veðrið, það var þvílík blíða allt sumarið. Það má gjarna verða framhald á því.“
Birna segir að það hafi endar ekki verið byrjað að skrá mætingu markvisst fyrr en fyrir 2-3 árum. „En sem þekkja til og eru gamlir golfarar segja að þetta hafi verið með eindæmum.“
Öflugt barna og unglingastarf
Síðasta sumar byrjaði mjög öflugt barna og unglingastarf hjá Golfklúbbi Húsavíkur og fengnir góðir þjálfarar í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar og það verður framhald á þ´vi nú í sumar. „Já við verðum með það aftur núna í sumar. Það er mikil aukning í því hjá okkur, það voru 35 hressir krakkar sem tóku markvisst þátt í æfingum hjá okkur síðasta sumar. Við erum að fá PGA þjálfara frá Akureyri í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar sem koma og þjálfa tvisvar í viku. Við erum einmitt að fara senda út auglýsingar um það,“ útskýrir Birna.
Uppbygging í burðarliðnum
Það er mikil uppbygging á dagskrá hjá Golfklúbbi Húsavíkur í framtíðinni sem hefst nú í sumar. „Við erum að fara byggja nýtt klúbbhús og erum að fara færa aðstöðuna norðan við Þorvaldsstaðará, með aðstoð sveitarfélagsins. Nýr vegur að klúbbhúsinu var boðinn út fyrir skemmstu og það verður byrjað á honum núna á næstunni,“ útskýrir Birna og bætir við að með tilkomu nýja hússins verði loks hægt að bjóða upp á æfingaaðstöðu yfir veturinn.
„Við byrjuðum með golfhermi síðasta vetur, leigðum aðstöðu undir hann í gömlu mjólkurstöðinni og verðum þar áfram þar til nýja húsið er tilbúið,“ segir Birna og bætir við að það hafi verið góð aðsókn í vetur en þar var einnig komið upp púttaðstöðu.
„Við tókum það í notkun í lok janúar. Nýtt klúbbhús gerir okkur kleift að halda þessu starfi áfram og efla enn frekar. Það verður líka að horfa til þess að krakkarnir geti haldið
íbúðakjarnanum á Stóragarði. Við ætlum að gera þetta að okkar,“ segir hún að lokum og ítrekar að golf sé íþrótt fyrir alla og áfram að æfa yfir veturinn, Þannig höldum við þeim frekar íþróttinni.
Klúbbhúsið verður einingahús frá Belkod AB og segir Birna að það verði einfalt og gott.
„Við verðum með 100 fermetra undir æfingaastöðu en við tókum ákvörðun um að vera með þetta einfalt, það er enginn íburður í þessu, klæðningin verðu svipuð og á hvetur sem flesta að kynna sér starfið og vera með.