Snjókross í Mývatnssveit - Myndaveisla
AMS lynx snjókrossið fór fram í Mývatnsveit um helgina á Vetrarhátið Mývatnssveitar. Þetta var þriðja umferð Íslandsmótsins í snjókrossi (e. Snocross) en samtals verða keppnirnar fimm. Mótið fór vel fram og voru veðurskili eins og best voru á kosið þrátt fyrir mikinn kulda.
Jónas Stefánsson sigraði aðalflokkinn, svokallaðan Pro open.
Úrslit dagsins voru eftirfarandi:
Unglingaflokkur:
- Sigurður Bjarnason
- Tómar Karl Sigurðsson
- Árni Helgason
Sport flokkur:
- Frímann Geir Ingólfsson
- Birgir Ingvason
- Gabríel Arnar Guðnason
Pro Lite flokkur:
- Alex Þór Einarsson
- Ármann Örn Sigursteinsson
- Sigþór Hannesson
Pro open flokkur:
- Jónas Stefánsson
- Baldvin Gunnarsson
- Ívar Már Halldórsson
Eftir umferðina leiðir Tómar Karl unglingaflokkinn, Frímann Geir sport flokkinn, Alex Þór Pro lite flokkinn og Baldvin Gunnarsson pro open flokkinn.
Myndir sem fylgja með eru teknar af Kötlu Mjöll Gestdóttir.