Sandra María í EM-hópnum
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins tilkynnti rétt í þessu 23-manna landsliðshópinn sem fer fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2017 í Hollandi. Sandra María Jessen leikmaður Þórs/KA er í hópnum en hún sleit aftara krossband í fyrsta leik landsliðsins á Algarve mótinu þann 1. mars.
Tvísýnt var því um þátttöku Söndru á EM en hún ræddi meiðslin, ferilinn og kapphlaupið við EM í viðtali í Vikudegi fyrir skemmstu.
Þá eru Akureyringarnir og fyrrum leikmenn Þórs/KA þær Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir einnig í hópnum.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)
Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgarden)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valerenga)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Hólmfríður Magnúsdóttir (KR)
Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns)
Sóknarmenn:
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Elín Metta Jensen (Valur)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Sandra María Jessen (Þór/KA)