Samningar við SA undirritaðir og endurbætt aðstaða tekin í notkun
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Sigurður S. Sigurðsson formaður SA takast í hendur að undirritun samninganna lokinni. Að baki þeim standa Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ og Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri SA. Mynd akureyri.is
Í dag voru undirritaðir rekstrar- og þjónustusamningar Akureyrarbæjar við Skautafélag Akureyrar sem lúta að rekstri Skautahallarinnar og faglegu starfi Skautafélagsins. Hefur Akureyrarbær þar með endurnýjað rekstarsamninga við öll þau íþróttafélög sem sjá um rekstur íþróttamannvirkja sem Akureyrarbær á að hluta eða öllu leyti.
Í þessu samhengi er vert að geta þess að um miðjan febrúar verður ný og endurbætt félags- og æfingaaðstaða í Skautahöllinni tekin formlega í notkun.
Rekstrarsamningur Akureyrarbæjar og Skautafélags Akureyrar.
Þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Skautafélags Akureyrar.
Frá þessi segir á www.akureyri.is