Rífandi stemning þegar Ísland tryggði sig í milliriðil HM
Það er óhætt að fullyrða að sannkallaður handboltavírus hafi hreiðrað um sig í hjörtum Íslendinga en eins og flest okkar vita er íslenska karlalandsliðið í handbolta á HM í Svíþjóð þessi dægrin.
Ísland atti kappi við lið S-Kóreu í gær og það er engu ýkt með að segja að strákarnir okkar hafi valtað yfir mótherja sína og tryggður sig þar með í milliriðil með tvö stig í farteskinu. Staðan í hálfleik var 19:13 en lokatölur urðu 38:25, 13 marka sigur.
Jón Forberg, Íslendingur búsettur í Noregi brá sér yfir landamærin til Svíþjóðar og fangaði stemninguna á leiknum enda margverðlaunaður ljósmyndari í Noregi. Hann bíður lesendum Vikublaðsins til myndaveislu um leið og hann sendir öllum vinum á Akureyri góðar kveðjur en hann flutti utan frá Akureyri árið 1992.
Fleiri myndir má skoða með því að smella HÉR