Ion Perello til liðs við Þór
Ion Perello handsalar samning við Bjarna Sigurðsson, formann knattspyrnudeildar Þórs. Mynd/ Thorsport.is
Knattspyrnudeild Þórs hefur gert samning við spænska miðjumanninn Ion Perello og mun hann spila með liðinu út tímabilið, hið minnsta. Greint er frá þessu á heimasíðu félagsins.
Perello er 24 ára gamall og hefur stærstan hluta ferilsins leikið í heimalandi sínu en hann kemur til Þórs frá Hetti/Huginn þar sem hann hefur leikið í sumar og í fyrra.
Hann skrifaði undir samning í Hamri í gær og tók þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu seinnipartinn í gær. Hann verður svo orðinn löglegur með liðinu fyrir næsta leik í Lengjudeildinni sem er gegn Þrótti Vogum á Saltpay-vellinum næstkomandi fimmtudag.