Hver er framtíð handboltans?
Eftir 33 ár í efstu deild í handbolta karla mun Akureyri ekki eiga lið í úrvalsdeildinni næsta vetur. Akureyri endaði í neðsta sæti Olísdeildarinnar og leikur í næstefstu deild á komandi vetri. Rík hefð er fyrir handbolta á Akureyri sem oft hefur verið nefndur handboltabær og fyrir mörgum er óhugsandi staða komin upp. Menn velta því fyrir sér hvað hafi farið úrskeiðis og hvernig framtíðin sé í akureyrskum handbolta.
Eftir því sem Vikudagur kemst næst hefur dregið verulega úr iðkendum í yngri flokkum í handboltanum bæði hjá Þór og KA eftir að félögin sameinuðust í eitt félag. Því eru ýmis hættumerki á lofti.
Í Vikudegi sem kom út í gær er ítarlega fjallað um málið og m.a. er rætt við Hannes Karlsson sem var fyrsti formaður Akureyri Handboltafélags.