Frí hópferð á Stjörnuleikinn

Ákveðið hefur verið að bjóða stuðningsmönnum Akureyrar upp á fría hópferð á leikinn mikilvæga gegn Stjörnunni á morgun, þriðjudaginn 4. apríl í Olís-deild karla í handknattleik. Akureyri verður að vinna leikinn til þess að halda sér í deild þeirra bestu. Frítt verður í rútuna og sömuleiðis fá ferðalangarnir frítt inn á leikinn sjálfan. Lagt verður af stað frá Íþróttahöllinni á Akureyri stundvíslega klukkan 14:00 á þriðjudaginn og síðan haldið norður strax eftir leik.

Hægt er að skrá sig hér og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig sem fyrst. 

Nýjast