Fannar Logi með brons á heimsmeistaramóti ungmenna

Fannar Logi Jóhannesson lengst til hægri með bronsið. Mynd/Egill Þór
Fannar Logi Jóhannesson lengst til hægri með bronsið. Mynd/Egill Þór

Heimsmeistaramót fatlaðra ungmenna í frjálsum íþróttum fór fram um helgina í Nottwil í Sviss þar sem Ísland tefldi fram fjórum keppendum.

Af íslensku keppendunum voru tveir frá Íþróttafélaginu Eik á Akureyri. Það voru þau Fannar Logi Jóhannesson og Helena Ósk Hilmarsdóttir. Þau stóðu sig bæði frábærlega. Fannar landaði bronsi í langstökki þroskahamlaðra keppenda (F20) og bætti þar með sinn besta persónulega árangur þegar hann stökk 4,91 m.

Helena Ósk endaði í 12 sæti í 100 m. á 17.51 sekúndum og 13 sæti í 200 m. á 38.20 sekúndum. Sannarlega frábær árangur hjá þeim en á mótinu voru um 300 keppendur frá 42 löndum.

Eik frjálsar

Nýjast