22.02
Álfheiður Jónsdóttir á Akureyri fagnaði nýlega 100 ára afmæli.
Lesa meira
21.02
Matgæðingur vikunnar hefur síðustu 15 ár byggt upp rekstur á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit í ferðaþjónustu, fiskvinnslu og við sauðfjárbúskap. Hann er í dag oddviti Skútustaðahrepps og gefur kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þá er hann formaður Veiðifélags Mývatns og því ætti ekki að koma á óvart hvaða réttir eru galdraðir fram að þessu sinni. Matgæðingur vikunnar er Helgi Héðinsson. Helgi hefur á orði að nú gangi í garð tími sem hjúpaður er dýrðarljóma í hugum margra Norðlendinga, en nýlega hófst veiði í Mývatni eftir veiðihlé frá því í lok ágúst.
Lesa meira
20.02
Tónlistarmaðurinn Valmar Valjaots flutti til Íslands frá Tallinn í Eistlandi árið 1994 og hefur búið hér á landi í um 26 ár. Tilviljun dró hann hingað til lands á sínum tíma og segir hann það forréttindi að geta lifað sem tónlistarmaður. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður þegar kemur að tónlist og getur nánast leikið á hvaða hljóðfæri sem er. Valmar er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira