WOW air flýgur frá Akureyri í fyrsta sinn

Flugvél WOW air rétt fyrir flugtak á Akureyri.
Flugvél WOW air rétt fyrir flugtak á Akureyri.

WOW air flaug sína fyrstu ferð frá Akureyri í morgun. Það voru nemendur við Menntaskólann á Akureyri sem voru um borð og var ferðinni heitið til Alicante í útskriftarferð. Í vetur verða fleiri sérferðir í boði fyrir norðanmenn en nokkur fyrirtæki hafa nú þegar pantað slík flug fyrir árshátíðir og aðrar hópferðir. Fyrirspurnum um flug frá Akureyri hefur farið fjölgandi en með beinu flugi styttist ferðatíminn til muna.

Það er þægilegt að geta keyrt inn Drottningarbrautina og vera komin beint til Evrópu stuttu síðan án viðkomu í Keflavík. Það er ánægjulegt að geta gert íbúum Norðurlands kleift að komast nánast beina leið til áfangastaða WOW air í Evrópu, segir í tilkynningu. 

Nýjast