Wilson Skaw dregið til hafnar í Krossanesi

Frá Krossanesi rétt í þessu.             Mynd Vb
Frá Krossanesi rétt í þessu. Mynd Vb

Laust fyrir kl 16 í dag laugardag kom dráttarbáturinn Grettir sterki með flutningaskipið Wilson Skaw í drætti til Akureyrar frá Steingrímsfirði og var skipinu lagt að syðri bryggju í Krossanesi með aðstoð Grettis og dráttarbátsins Seifs. 

Wilson Skaw strandaði eins og kunnugt er á Húnaflóa fyrir nokkrum vikum en skipið var með um 2000 tonn af salti.  Hér verður skipið fyrst um sinn eða þar til heppilegt dráttarskip finnst til að draga hið 4000 smálesta  Wilson Skaw í hafnar ytra.

 

Nýjast