Vinnukvöld í Vaðlaskógi

Frá Vaðlaskógi      Mynd  Skogræktarfélag Akureyrar
Frá Vaðlaskógi Mynd Skogræktarfélag Akureyrar

Á morgun, fimmtudag, verður Skógræktarfélag Eyfirðinga með vinnudag í Vaðlaskógi gegnt Akureyri þar sem félagar eru boðnir velkomnir til að leggja sitt af mörkum til að fegra skóginn.  Hreinsað verður til við nýja stíginn gegnum skóginn sem liggur frá Skógarböðunum og norður, allt að Vaðlaheiðargöngum.

Svo verður farið í svokallað Sparirjóður þar sem velt verður upp hugmyndum um hvernig hlúa megi að þeim fallega stað. Allt áhugasamt fólk er auðvitað velkomið að koma og hjálpa til - og auðvitað að ganga í félagið. Félögum hefur verið að fjölga undanfarið og það er félaginu mikill styrkur að þeim fjölgi sem greiða hóflegt árgjald í félagið. Það styður við uppbyggingu og viðhald í Kjarnaskógi og öðrum reitum félagsins, meðal annars Vaðlareit.

Hist verður norðarlega á bílastæðinu við Skógarböðin kl. 19 á morgun, fimmtudag. Þetta verður bara létt og skemmtileg vinna sem hver og einn getur sinnt eftir getu.

Frá þessu segir i tilkynningu  frá Skógræktarfélaginu

Nýjast