Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Eftir 33 ár í efstu deild í handbolta karla mun Akureyri ekki eiga lið í úrvalsdeildinni næsta vetur. Rík hefð er fyrir handbolta á Akureyri sem oft hefur verið nefndur handboltabær og fyrir mörgum er óhugsandi staða komin upp. Vikudagur skoðar framtíarhorfur í akureyrskum handbolta.
-Umferð um Lækjargötuna á Akureyri hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Þrátt fyrir það er efsti hluti götunnar ennþá malarvegur. Inga Vala Birgisdóttir býr við Lækjargötuna og hefur gert meira en minna síðar árið 1971. Hún segir umferðina hafa stóraukist og orðið löngu tímabært að malbika eða lagfæra veginn með einhverjum hætti.
-Hulda Frímannsdóttir er í nærmynd og svarar spurningum um lífið og tilveruna.
-Hanna Dóra Markúsdóttir kennari við Brekkuskóla segir frá degi í sínu lífi og starfi.
-Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýndi leikritið Anný um liðna helgi. Ágúst Þór Árnason fjallar um leiksýninguna í blaðinu.
-Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer fram á Akureyri um helgina, dagana 6.-9. apríl í Gilinu og í Hlíðarfjalli. Hilmar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AK-Extreme, segir hlýindin og snjóaleysið gera aðstandendum erfiðara um vik og flytja þurfi mikið magn af snjó í bæinn
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is