Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Vikudagur heimsótti Dvalarheimilið Hlíð í vikunni og kynnti sér lífið þar og spjallaði við Helgu Erlingsdóttur sem er hjúkrunarforstjóri á Öldrunarheimilum Akureyrar. Helga segir starfsfólkið á Hlíð eignast vini í heimilisfólkinu og andrúmsloftið á öldrunarheimilunum sé gott.

-Akureyringar standa framarlega þegar kemur að því að flokka rusl. Ekki eru þó allir sem vita hvað verður um það rusl sem flokkað er dagsdaglega á heimilum bæjarbúa og hvernig það er endurnýtt. Vikudagur ákvað að kannað hvað verður um ruslið.

-„Dagur í lífi“ er nýr liður í blaðinu þar sem einstaklingur úr ákveðinni starfstétt er fenginn til þess að lýsa einum degi í sínu lífi. Hildur Eir Bolladóttir prestur ríður á vaðið og segir frá degi í sínu starfi.

-Ólafur Rúnar Ólafsson sveitastjóri í Eyjafjarðarsveit er í nærmynd og svarar spurningum um lífið og tilveruna.

-Sportið er á sínum stað þar sem m.a. er fjallað um handbolta, íshokkí, körfubolta og hlauparann Kolbein Höð Gunnarsson.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast