Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Tvö ár eru síðan sálfræðingur kom síðast í fangelsið á Akureyri  að sögn formanns Afstöðu, Guðmund Inga Þóroddsonar. Í samtali við Vikudag  að samið  verði við staðbundna sálfræðinga sem fangar á Akureyri geti leitað til.

-Hjónin í Laufási þau Bolli Pétur Bollason og Sunna Dóra Möller kynntust í guðfræðinámi og starfa bæði sem prestar. Þau eru dugleg við að leita ráða hjá hvort öðru en milli embættisverka finnst þeim hjónum fátt betra en að njóta fuglalífsins í Laufási og fara í fjárhúsin.

-Nokkuð er um að bílum sé lagt við aðalinnganginn á Dvalarheimilinu Hlíð og hindra þannig aðkomu sjúkrabíla og ferlibíla. Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir starfsfólk verða vart við þennan vanda.

-Kald­bak­ur EA 1, nýr ís­fisk­tog­ari Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, kom til hafn­ar á Ak­ur­eyri á laugardaginn var. Þorgeir Baldursson ljósmyndari var á staðnum þegar skipið kom að landi og fangaði stemmninguna um borð þegar gestir og gangandi fengu að berja skipið augum.

-Matarkrókurinn er á sínum stað þar sem hjónin Tryggvi Gunnarsson og Auður Þorsteinsdóttir töfra fram girnilega rétti.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

Nýjast