Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Fyrirtækið EIMUR, í samstarfið við Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng, eru með í undirbúningi hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra með áherslu á nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum.

-Arn­grím­ur Jó­hanns­son er einn þekktasti flugmaður landsins og einn af frumkvöðlum í íslenskri flugsögu. Hann lenti í erfiðri lífsreynslu þegar hann lifði af flug­slys í Bar­kár­dal í Hörgár­sveit fyrir tæplega tveimur árum þar sem vinur hans lést. Arngrímur slasaðist töluvert og hlaut m.a. al­var­leg bruna­sár. Arngrímur hefur ekki látið deigan síga, hann flýgur enn reglulega og opnaði fyrr á þessu ári Norðurslóðasetur.

-Prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur um ferðamál, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Akureyrarbæjar að heimila þyrluskíðaferðir á fólkvanginum í Glerárdal.

-Formaður bæjarráðs Akureyrar segir að ekki standi til að umbylta rekstri Öldrunarheimila Akureyrar frá núverandi mynd. Eins og Vikudagur fjallaði um í síðasta blaði vinnur KPMG nú að athugun fyrir hönd bæjarins þar sem m.a. er til skoðunar hvort skynsamlegt sé að breyta ÖA í sjálfseignarstofnun.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

Nýjast