Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Fyrirtækið EIMUR, í samstarfið við Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng, eru með í undirbúningi hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra með áherslu á nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum.
-Arngrímur Jóhannsson er einn þekktasti flugmaður landsins og einn af frumkvöðlum í íslenskri flugsögu. Hann lenti í erfiðri lífsreynslu þegar hann lifði af flugslys í Barkárdal í Hörgársveit fyrir tæplega tveimur árum þar sem vinur hans lést. Arngrímur slasaðist töluvert og hlaut m.a. alvarleg brunasár. Arngrímur hefur ekki látið deigan síga, hann flýgur enn reglulega og opnaði fyrr á þessu ári Norðurslóðasetur.
-Prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur um ferðamál, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Akureyrarbæjar að heimila þyrluskíðaferðir á fólkvanginum í Glerárdal.
-Formaður bæjarráðs Akureyrar segir að ekki standi til að umbylta rekstri Öldrunarheimila Akureyrar frá núverandi mynd. Eins og Vikudagur fjallaði um í síðasta blaði vinnur KPMG nú að athugun fyrir hönd bæjarins þar sem m.a. er til skoðunar hvort skynsamlegt sé að breyta ÖA í sjálfseignarstofnun.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is