Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Um hundrað starfsmenn í landsvinnslu hjá ÚA á Akureyri hafa verið án vinnu í hátt í tvo mánuði vegna verkfalls sjómanna. Hildigunnur Sigvardsdóttir, trúnaðarmaður hjá ÚA, segir fólk orðið langþreytt á ástandinu.

-Ásdís Karlsdóttir hefur upplifað tímana tvenna og lætur ekki aldurinn stoppa sig í að takast á við ný og spennandi verkefni. Hún er orðin 82 ára en starfaði engu að síður sem módel í fyrra, sem er eflaust mörgum enn í fersku minni. Hún segir húmor og jákvæðni lykilinn að góðu lífi. Ásdís þurfti að læra að lifa upp á nýtt þegar eiginmaður hennar til nærri sextíu ár féll frá eftir erfið veikindi. Vikudagur heimsótti Ásdísi og spjallaði við hana um lífið og tilveruna.  

-Búið er að vinna drög að nýjum samstarfssamningi milli Þórs og KA sem felur í sér mun meira samstarf milli félaganna en áður.

-Verð á hádegismat í grunnskólum Akureyrar helst óbreytt á milli ára samkvæmt verðlageftirliti ASÍ. Hæsta verðið er á Ísafirði en lægsta í Sveitarfélaginu Árborg.

-Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, stéttarfélags í Eyjafirði, segir það vaxandi vandamál að sjálfboðaliðar séu hafðir við störf í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast