Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Valdimar Pálsson framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur vegna deilna milli Þórs og KA. Sáttarhönd hefur verið rétt fram og viðræður í gangi um að risarnir í akureyrsku íþróttalífi halda samstarfinu áfram. Valdimar er uppalinn Þórsari og segir ríginn á milli félaganna á undanhaldi miðað við það sem tíðkaðist áður fyrr.

- Miklar framkvæmdir standa yfir við Drottningarbraut á Akureyri þar sem rísa á lág fjölbýlishúsabyggð. Mun miðbærinn taka breytingum eftir framkvæmdirnar. Reisa á allt að 57 nýjar og hótel með allt að 150 gistiherbergjum.

-Lestur og áhorf á staðarmiðlum á Akureyri eykst á milli ára. Þetta kemur fram í könnun Gallups sem var framkvæmd fyrir Einingu-Iðju stéttarfélag í Eyjafirði. Lestur á Vikudegi eykst um 3% á milli ára og nær blaðið til tæplega þriðjungs bæjarbúa.

- Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur jákvætt í ósk bæjarstjórnar Akureyrar um gerð fýsileikakönnunar varðandi mögulega sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Þetta kemur fram í bréfi sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps til Akureyrarbæjar.  

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast