Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Tónlistarmaðurinn Valmar Valjaots flutti til Íslands frá Tallinn í Eistlandi árið 1994 og hefur búið hér á landi í rúm 22 ár. Tilviljun dró hann hingað til lands á sínum tíma og segir hann það forréttindi að geta lifað sem tónlistamaður. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður þegar kemur að tónlist og getur nánast leikið á hvaða hljóðfæri sem er.Vikudagur heimsótti Valmar og spjallaði við hann um lífið hér á landi, tónlistina, árin í hernum og margt fleira.
-Íbúum á Akureyri hefur fjölgað um 234 á milli ára. Þann 1. janúar árið 2016 voru skráðir íbúar alls 18.300 en eru í dag 18.534. Þetta er heldur meiri fjölgun en undanfarin ár.
-Rúnar Freyr Rúnarsson, betur þekktur sem Rúnar Eff, á eitt af 12 lögum sem taka þátt í Söngvakeppninni 2017 þar sem framlag Íslands til Eurovision verður valið. Lag Rúnars Eff nefnist „Mér við hlið“ og er Rúnar höfundur bæði lags og texta, ásamt því að flytja lagið. Hann segir þetta stórt stökk fyrir sig sem tónlistarmann.
-Ráðast á í endurýjun á átta sparkvöllum á Akureyri fyrir 24 milljónir króna þar sem dekkjakurlinu verður skipt út. Gert er ráð fyrir níu milljónum í verkefnið á árinu 2018 og fimmtán milljónum árið 2019.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is