Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Búið er að loka nokkrum deildum á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna inflúensunar og banna heimsóknir tímabundið á lyflækningadeild. Inflúensan hefur einnig herjað á íbúa á Öldrunarheimilum Akureyrar undanfarnar vikur.
-Skólaárið í Menntaskólanum á Akureyri tekur breytingum næsta haust og verður skólinn settur þann 31. ágúst, eða um hálfum mánuði fyrr en vanalega. Rætt er við Jón Már Héðinsson í blaðinu.
-Sesselía Ólafsdóttir, leikari og leikstjóri, er annar hlutinn af dúettnum Vandræðaskáld sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Hún birtist einnig á skjám landsmanna um þessar mundir í þáttaröðinni Föngum þar sem hún leikur Ylfu. Sesselía flutti aftur norður í haust og segir vel hægt að starfa sem listamaður út á landi ef maður er nógu hugmyndaríkur í að finna sér verkefni.
-Samstarfsslit KA og Þórs hafa valdið miklu fjaðrafoki. Vikudagur er ítarlega yfir málið og ræðir við stjórnarmenn beggja félaga.
-Íþróttafólk ársins 2016 var heiðrar á samkomu í Hofi í gær þar sem í fyrsta sinn voru valin bæði íþróttakarl og íþróttakona.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is