Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Gauti Einarsson lyfjafræðingur stofnaði Akureyrarapótek árið 2010 ásamt Jónínu Freydísi Jóhannesdóttur og endurvakti í leiðinni rótgróið nafn á apóteki í bænum. Gauti segir það hafa verið áskorun að fara í samkeppni við risana á markaðnum. Hann er haldinn söfnunaráráttu og hlustar á vínylplötur og les teiknimyndasögur í frístundum. Vikudagur heimsótti Gauta í Akureyrarapótek.
-Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar og formaður bæjarráðs, hefur sagt upp störfum sem skrifstofustjóri hjá Stapa lífeyrissjóði og hyggst einbeita sér alfarið að pólitíkinni.
-Ásgeir Ólafsson, þjálfari á Akureyri, hefur stofnað hóp á Facebook undir heitinu „182 dagar“ sem byggist á því að koma fólki í betra form á hálfu ári og láta því líða betur með sjálft sig. Rauði þráðurinn í gegnum lífstílsbreytinguna er að gefa sér tíma án allra öfga og borða hefðbundinn mat.
-Eins og Vikudagur greindi frá skömmu fyrir áramót hefur bæjarstjórn Akureyrar samþykkt að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Vikudagur heyrði í sveitarstjórum umræddra sveitarfélaga og forvitnaðist um hvað þeim finnst um mögulega sameiningu.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is