20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Vistorka, í samstarfi við Akureyrarbæ, Skógræktarfélag Eyfirðinga, Hafnarsamlag Akureyrar og Flugfélag Íslands, er með verkefni í bígerð til að kolefnisjafna útblásturinn frá skipum og flugvélum í andrúmsloftinu.
-Þórhildur Örvarsdóttir, oftast kölluð Hilda hefur komið víða við á ferli sínum sem söngkona. Hún hefur sungið inn á frægar kvikmyndir, kennt söng og raddþjálfun við ýmsa listaskóla og leikfélög og Tónlistarskólann á Akureyri þar sem hún starfar í dag. Nýverið gaf Þórhildur út jólaplötuna „Hátíð“ en þetta er í fyrsta sinn sem hún gefur út efni undir eigin nafni.
-Ný plata frá söngkonunni ástsælu Helenu Eyjólfsdóttir er væntanleg í byrjun desember en þetta er í fyrsta sinn í 36 ár sem Helena syngur inn á plötu, eða síðan árið 1980.
-Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs á Akureyri, segir þá stöðu sem komin er upp í dagvistunarúrræðum bæjarins vera þekkta en sé óheppileg fyrir suma foreldra. Fjölga á dagforeldrum til að bregðast við vandanum.
-Tomas Olason hefur slegið í gegn í markinu hjá Akureyri í Olís-deild karla í handbolta. Vikudagur ræddi við hinn hálf íslenska Tomas.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is