Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Hermann Jón Tómasson, formaður kennarafélags Verkmenntaskólans á Akureyri, segir kennara uggandi vegna stöðu skólans. Hermann er fyrrum bæjarstjóri á Akureyri og formaður bæjarráðs en segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að hafa kvatt pólitíkina á sínum tíma.

-Óánægja er á meðal starfsfólks á Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar vegna stjórnsýslubreytinga Akureyrarbæjar sem taka gildi á næsta ári þar sem hætta er á skertri þjónustu.

-Alls var grafið 80 metra í síðustu viku sem er mesta framvinda í göngum Eyjarfjarðarmegin frá því að verktakinn lenti í stórri heitavatnsæð í febrúar 2014.

-Allt það nýjasta úr heimi íþróttana á Akureyri á íþróttasíðum blaðsins.

-Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri gróðrarstöðvarinnar Sólskóga í Kjarnaskógi, í léttu spjalli um lífið og tilveruna.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast